Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. desember 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Britton harðneitar stjórastarfinu
Mynd: Getty Images
Leon Britton hefur verið ansi skýr í undanförnum viðtölum um að hann vilji alls ekki stjórastöðuna hjá Swansea.

Britton segir að ekkert geti fengið hann til að skipta um skoðun, ekki einu sinni tveggja eða þriggja leikja sigurhrina.

Frank de Boer, Aitor Karanka og Slaven Bilic hafa verið orðaður við starfið.

„Ég er bara einbeittur að því að ná góðum úrslitum í hverjum leik fyrir sig. Ég vil ekki taka við þessu félagi, sama þó við vinnum næstu tvo eða þrjá leiki í röð," sagði Britton.

„Ég er hér til að hjálpa félaginu til skamms tíma. Það er einn dagur í einu og það mikilvægasta núna er að félagið ráði rétta manninn í starfið, hvort sem það tekur nokkra daga eða nokkrar vikur. Ég verð alltaf til staðar, en þetta er ekki rétti tíminn fyrir mig til að taka við."
Athugasemdir
banner
banner
banner