Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. desember 2017 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Lingard kom af bekknum og bjargaði Man Utd
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var að ljúka í enska boltanum. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley voru óheppnir að hafa ekki betur gegn Manchester United á Old Trafford. Jóhann Berg spilaði allan leikinn.

Rauðu djöflarnir byrjuðu með Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku saman frammi og komust gestirnir yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Steven Defour tvöfaldaði forystuna með marki beint úr aukaspyrnu og gerði Jose Mourinho tvær skiptingar í hálfleik.

Jesse Lingard kom inn í hálfleik og minnkaði hann muninn með glæsilegri afgreiðslu með hælnum eftir lága fyrirgjöf frá Ashley Young. Heimamenn fengu góð tækifæri til að jafna áður en Lingard bjargaði stigi með marki í uppbótartíma.

Chelsea lenti ekki í vandræðum gegn Brighton og Watford lagði Leicester að velli á meðan Huddersfield gerði jafntefli við Stoke.

Sex mörk voru skoruð í ótrúlega fjörugum fallbaráttuslag Bournemouth og West Ham, þar sem þrjú mörk voru skoruð á síðustu tíu mínútunum.

Bournemouth 3 - 3 West Ham
0-1 James Collins ('7 )
1-1 Dan Gosling ('30 )
2-1 Nathan Ake ('57 )
2-2 Marko Arnautovic ('82 )
2-3 Marko Arnautovic ('89 )
3-3 Callum Wilson ('91 )

Chelsea 2 - 0 Brighton
1-0 Alvaro Morata ('46 )
2-0 Marcos Alonso ('60 )

Huddersfield 1 - 1 Stoke City
1-0 Tom Ince ('10 )
1-1 Ramadan Sobhi ('60 )

Manchester Utd 2 - 2 Burnley
0-1 Ashley Barnes ('3 )
0-2 Steven Defour ('36 )
1-2 Jesse Lingard ('53 )
2-2 Jesse Lingard ('90 )

Watford 2 - 1 Leicester City
0-1 Riyad Mahrez ('37 )
1-1 Molla Wague ('46 )
2-1 Kasper Schmeichel ('65 , sjálfsmark)

West Brom 0 - 0 Everton
Athugasemdir
banner
banner
banner