Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. desember 2017 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane með betra markahlutfall en Messi
Mynd: Getty Images
Harry Kane er búinn að skora einu marki minna heldur en Lionel Messi á árinu.

Á móti kemur að Messi er búinn að spila 13 leikjum meira heldur en Kane, og því er Englendingurinn með besta markahlutfallið.

Kane er búinn að gera 53 mörk í 51 leik fyrir Tottenham og England á þessu ári. Messi er með 54 mörk í 64 leikjum.

Robert Lewandowski kemst næst Kane í markahlutfallinu, með 53 mörk í 55 leikjum.

Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani eru einnig búnir að skora mikið á árinu, en listann yfir fimm markahæstu er hægt að sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner