Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. desember 2017 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City að landa Virgil van Dijk
Powerade
City gæti fengið Virgil van Dijk fyrir 60 milljónir punda.
City gæti fengið Virgil van Dijk fyrir 60 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Liverpool berjast um samherja Alberts.
Arsenal og Liverpool berjast um samherja Alberts.
Mynd: Getty Images
Celtic neitar að hafa samþykkt tilboð í Dembele.
Celtic neitar að hafa samþykkt tilboð í Dembele.
Mynd: Getty Images
Slúðrið fer aldrei í frí og hér fyrir neðan er hægt að sjá pakka dagsins frá BBC. Janúarglugginn nálgast óðfluga og er allt útlit fyrir að ensku stórliðin ætli að styrkja sig.



Man City er við það að landa miðverðinum Virgil van Dijk, 26, fyrir 60 milljónir punda. (Telegraph)

Jose Mourinho ætlar að bjóða 60 milljónir í Dybala, 24. Dybala er af mörgum talinn meðal bestu leikmanna heims. Þá er hann tilbúinn að bjóða 33 milljónir í Malcom, 20 ára framherja Bordeaux. (Daily Star)

Man Utd ætlar að reyna að framlengja samninginn hans Marouane Fellaini, 30, um eitt ár. Samningur miðjumannsins rennur út næsta sumar. (Daily Express)

Arsenal þarf að borga 40 milljónir fyrir Julian Draxler, 24 ára framherja Paris Saint-Germain. (Mirror)

Arsenal og Liverpool eru í baráttu um kaupin á Hirving Lozano, 22. Lozano er samherji Alberts Guðmundssonar hjá PSV Eindhoven. (Daily Star)

Arsenal gæti selt Alexis Sanchez, 29, á 35 milljónir í janúar. Samningur Alexis rennur út næsta sumar og hafnaði Arsenal 60 milljónum frá Man City síðasta sumar. (Daily Mail)

Antonio Conte vill fá þrjá nýja leikmenn til Chelsea í janúar. Englandsmeistararnir eru í þriðja sæti, 16 stigum frá Man City. (Mirror)

David Moyes vill ólmur fá Steven N'Zonzi, 29 ára miðjumann Sevilla, til West Ham í janúar. (Guardian)

Celtic neitar því að hafa samþykkt 18 milljón punda tilboð frá Brighton í Moussa Dembele, 21 árs framherja liðsins. (Sun)

Roy Hodgson óttast að þurfa að selja Wilfried Zaha, 25, í janúar. Man City, Tottenham og Chelsea hafa öll áhuga á honum. (Mirror)

Sam Allardyce segist hafa notað leikjaþátt í breska sjónvarpinu til að byggja upp sjálfstraust miðvarða Everton, Michael Keane og Ashley Williams. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner