þri 26. desember 2017 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ósáttur með hvíldardag Manchester City
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er ósáttur með forréttindi Arsenal og Manchester City sem fá auka hvíldardaga yfir jólin.

Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Leicester á Þorláksmessu og á aftur leik í dag. Næsti leikur Rauðu djöflanna er á laugardaginn, svo eiga þeir einnig leik á nýársdag.

„Það er ótrúlega lítill tími á milli leikja hjá okkur. Við erum ekki jafn heppnir og Arsenal eða Man City, þvílík forréttindi sem þau félög fá yfir jólatímann," sagði Mourinho í viðtali við Sky á jóladag.

„Arsenal fær sex daga til að ná sér og undirbúa næsta leik á meðan City spilar eftir annan í jólum og fær því auka hvíldardag. Auka hvíldardagur breytir öllu yfir jólatímann í enska boltanum.

„Núna byrja desembermeiðslin að hrannast upp, það er ótrúlegt magn álagsmeiðsla eftir hver einustu jól í enska boltanum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner