þri 26. desember 2017 18:11
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúleg dómgæsla í leik Bournemouth og West Ham
Mynd: Getty Images
Bournemouth gerði 3-3 jafntefli í mikilvægum fallbaráttuslag gegn West Ham í dag.

Stuðningsmenn West Ham kenna Bobby Madley, dómara leiksins, alfarið um tapið og eru hatursfullir í hans garð á samfélagsmiðlum, þar sem þeir óska honum dauða.

Simon Francis, fyrirliði Bournemouth, hefði líklega átt að fjúka af velli þegar hann fór með takkana í andlit Cheikhou Kouyate í tilraun til að ná til knattarins. Madley gaf honum gult spjald.

Einhverjir vildu einnig sjá rautt spjald dæmt þegar Joshua King virtist kýla Pedro Obiang í andlitið. Dómararnir misstu af atvikinu og verður það eflaust skoðað af sérstakri nefnd.

Marko Arnautovic jafnaði fyrir West Ham á 82. mínútu og kom þeim yfir skömmu síðar en heimamenn björguðu stigi með marki í uppbótartíma.

Markið átti þó aldrei að standa því Callum Wilson skoraði með hendi og var rangstæður í þokkabót. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu en dómarinn hunsaði hann og dæmdi mark.










Athugasemdir
banner
banner
banner