Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 27. janúar 2013 13:10
Elvar Geir Magnússon
Fótbolta.net mótið: Blikar unnu Ólafsvíkinga
Þórður Steinar Hreiðarsson.
Þórður Steinar Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Breiðablik 2 - 0 Víkingur Ólafsvík
1-0 Þórður Steinar Hreiðarsson
2-0 Árni Vilhjálmsson

Pepsi-deildarliðin Breiðablik og Víkingur Ólafsvík mættust í Kórnum í morgun. Um var að ræða síðasta leikinn í riðlakeppni Fótbolta.net mótsins.

Víkingur Ólafsvík spilaði með þrjá erlenda leikmenn sem eru hjá félaginu á reynslu. Um var að ræða markvörð, miðvörð og bakvörð.

Fyrir leik var ljóst að Víkingar myndu enda í neðsta sæti og Blikar í því efsta en Kópavogsliðið mætir Keflavík í úrslitaleik næsta laugardag.

Árni Vilhjálmsson er sjóðandi heitur um þessar mundir og skoraði annað markið í leiknum í dag en hitt gerði varnarmaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson eftir hornspyrnu.

Athugasemdir
banner
banner