„Eftir eitt lag" heitir lagið sem Greta Mjöll Samúelsdóttir syngur í undankeppninni fyrir Eurovision en undankeppnin hefst eftir fimm daga.
Greta hafnaði í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2006 en vinkona hennar, Bergrún Íris Sævarsdóttir samdi textann við lagið en höfundur þess er Ásta Björg Björgvinsdóttir.
Greta hafnaði í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2006 en vinkona hennar, Bergrún Íris Sævarsdóttir samdi textann við lagið en höfundur þess er Ásta Björg Björgvinsdóttir.
Fótboltaáhugafólk þekkir Gretu vel en hún lagði skóna á hilluna í fyrra, 26 ára gömul. Allan ferilinn lék hún með Breiðabliki og þá lék hún 28 A-landsleiki.
Faðir Gretu er Samúel Örn Erlingsson fyrrum íþróttafréttamaður og móðir hennar er Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem einnig var á kafi í fótboltanum.
Smelltu hér til að hlusta á lag Gretu
Athugasemdir