Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. janúar 2015 18:44
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Chelsea og Liverpool: Cahill á bekknum
Umræða um leikinn undir #fotboltinet á Twitter
Kurt Zouma er í vörn Chelsea í kvöld.
Kurt Zouma er í vörn Chelsea í kvöld.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Liverpool mætast í seinni undanúrslitaleik sínum í enska deildabikarnum í kvöld klukkan 19:45. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með 1-1 jafntefli.

Ef staðan verður markalaus eftir venjulegan leiktíma fer leikurinn í framlengingu. Ef ekkert mark er skorað þar þá tekur reglan um útivallarmörk gildi og Chelsea fer þá áfram.

Ef staðan verður 1-1 í leiknum í kvöld eftir framlengingu ráðast úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin en Liverpool teflir fram sama liði og í fyrri leiknum. Hjá Chelsea er Gary Cahill settur á bekkinn og Kurt Zouma byrjar. Cahill hefur ekki verið að leika nægilega vel að undanförnu.

Fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net en umræða um leikinn verður undir kassamerkinu #fotboltinet á Twitter.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois; Ivanovic, Zouma, Terry, Filipe Luis; Matic, Fabregas; Willian, Oscar, Hazard; Diego Costa.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Lucas, Henderson, Moreno, Markovic, Gerrard, Coutinho, Sterling.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner