Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. janúar 2015 21:56
Alexander Freyr Tamimi
Championship: Kári hafði betur gegn Eiði Smára
Kári og félagar tóku stigin þrjú.
Kári og félagar tóku stigin þrjú.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í ensku Championship deildinni í kvöld.

Kári Árnason og Eiður Smári Guðjohnsen voru báðir í byrjunarliðunum þegar Rotherham tók á móti Bolton.

Bolton byrjaði leikinn afleitlega og lenti strax undir og var staðan 3-0 fyrir Kára og félögum í leikhléi.

Matt Derbyshire kom Rotherham í 4-0 en þeir Liam Trotter og Matthew Mills minnkuðu svo muninn, lokatölur 4-2 Rotherham í vil.

Darren Bent var hetja Derby County í 2-0 sigri gegn Blackburn, en hann skoraði bæði mörkin. Þá voru einnig tvö markalaus jafntefli.

Derby County 2 - 0 Blackburn
1-0 Darren Bent ('69 )
2-0 Darren Bent ('90 )


Millwall 0 - 0 Reading
Rautt spjald:Sid Nelson, Millwall ('45)

Rotherham 4 - 2 Bolton
1-0 Ben Pringle ('2 )
2-0 Conor Sammon ('24 )
3-0 Paul Green ('45 )
4-0 Matt Derbyshire ('57 )
4-1 Liam Trotter ('77 )
4-2 Matthew Mills ('79 )


Sheffield Wed 0 - 0 Birmingham


Athugasemdir
banner
banner