þri 27. janúar 2015 21:37
Alexander Freyr Tamimi
Enski deildabikarinn: Framlengt hjá Chelsea og Liverpool
Martin Skrtel og Diego Costa ræða málin í kvöld.
Martin Skrtel og Diego Costa ræða málin í kvöld.
Mynd: Getty Images
Chelsea 0 - 0 Liverpool (1-1 samtals)

Venjulegum leiktíma í viðureign Chelsea og Liverpool í enska deildabikarnum er lokið. Staðan er 0-0 og því er gripið til framlengingar, þar sem staðan er samtals 1-1.

Nú í framlengingunni tekur hins vegar við reglan um útivallarmörk, og því þarf Liverpool að skora næsta hálftímann ef liðið vill komast alla leið í úrslitin - annars vinnur Chelsea einvígið.

Það hefur vægast sagt verið boðið upp á hörkuleik á Anfield. Baráttan er gríðarleg og hvorugt liðanna hefur gefið þumlung eftir. Liverpool átti öflugan fyrri hálfleik og skapaði sér nokkur góð færi, en Thibaut Courtois var magnaður í marki Chelsea.

Þá vildu heimamenn fá víti þegar brotið var á Diego Costa í teignum en ekkert dæmt.

Meira verður fjallað um leikinn að honum loknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner