Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. janúar 2015 22:21
Alexander Freyr Tamimi
Fótbolta.net mótið: Stjarnan í úrslit eftir sigur gegn ÍBV
Arnar Már tryggði Stjörnunni sigur.
Arnar Már tryggði Stjörnunni sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 2 Stjarnan
1-0 Bjarni Gunnarsson
1-1 Þórhallur Kári Knútsson
1-2 Arnar Már Björgvinsson

Stjarnan er komin í úrslit Fótbolta.net mótsins eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Kórnum.

Bjarni Gunnarsson kom ÍBV yfir með góðu marki eftir sendingu frá Víði Þorvarðarsyni, en Þórhallur Kári Knútsson jafnaði metin fyrir leikhlé með stórglæsilegu marki.

Stjörnumenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu nokkur fín færi en nýttu þau ekki, var staðan enn 1-1 í leikhléi.

Það var Arnar Már Björgvinsson sem skoraði sigurmark Stjörnunnar þegar um það bil 20 mínútur voru eftir. Atli Freyr Ottesen átti sendingu fyrir, Þórhallur Kári skallaði boltann út í teig á Arnar Má, sem tók boltann á kassann og þrumaði í netið.

Annars var lítið um færi í seinni hálfleiknum. Stjarnan var þó sterkari aðilinn og verðskuldaði sigurinn. Liðið fór upp fyrir ÍBV og Keflavík og endaði í 1. sæti riðilsins.

Stjarnan mun mæta Breiðabliki í úrslitaleik en um leið og staðfest dagsetning kemur á leikinn mun koma inn frétt hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner