þri 27. janúar 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Klakavandamálið ekki jafn slæmt og í fyrra
Svona var staðan á Laugardalsvelli í fyrra.  Hún er mun betri núna.
Svona var staðan á Laugardalsvelli í fyrra. Hún er mun betri núna.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir nákvæmlega ári síðan var blásið til neyðarfundar hjá vallarstjórum á Íslandi þar sem klaki hafði legið yfir knattspyrnuvöllum landsins og farið illa með grasið á mörgum þeirra.

Þrátt fyrir róttækar aðgerðir í kjölfarið gátu fá lið byrjað tímabilið í Pepsi-deildinni í fyrra á grasi og fjöldi leikja fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í maí.

Ástandið er mun betra í ár en klakinn hefur ekki náð að setja jafnmikið strik í reikninginn og í fyrra.

,,Það er búinn að koma klaki yfir einhverja vell í einhvern tíma en ástandið á þeim er ekki næstum því eins slæmt og í fyrra," sagði Magnús Valur Böðvarsson vallarstjóri á Kópavogsvelli í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Í fyrra rigndi ekkert og þá voru vellirnir fastir undir klaka. Nú hefur komið rigning inn á milli og eitthvað að grasinu hefur náð að standa upp úr."

,,Í fyrra var stanslaust klaki frá miðjum desember en núna hefur klakinn bráðnað aðeins á milli og grasið hefur fengið öndun. Ég veit ekki til þess að það sé alvarleg staða einhversstaðar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner