Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. janúar 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Mexes í fjögurra leikja bann fyrir hálstak
Mynd: Getty Images
Philippe Mexes, varnarmaður AC Milan, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann í Serie A eftir að hann tók Stefano Mauri fyrirliða Lazio hálstaki í leik liðanna um helgina.

Hinn 32 ára gamli Mexes fékk sitt sextánda rauða spjald á ferlinum gegn Lazio um helgina.

Mexes brást illa við eftir að Mauri braut á honum. Frakkinn tók Mauri hálstaki og liðsfélagar hans þurftu að grípa inn í á endanum.

,,Svona hlutir eiga ekki að gerast á fótboltavelli," sagði Mexes eftir leikinn.

,,Ég á börn og þetta er ekki gott fordæmi sem ég er að setja."

Hér að neðan má sjá atvikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner