Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   þri 27. janúar 2015 09:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Pétur Már neyddist til að hætta vegna veikinda
Pétur Már í leik með Gróttu í fyrra.
Pétur Már í leik með Gróttu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pétur Már Harðarson hefur þurft að leggja skóna á hilluna, tímabundið allavega, vegna veikinda. Pétur er 25 ára og er uppalinn hjá Gróttu en hann hjálpaði liðinu að komast upp í 1. deildina í fyrra.

„Ég þurfti að henda skónum í hilluna, í bili allavega. Í byrjun ágústmánaðar er ég bara á leið í bíó með félögum mínum. Þá lendi ég í því að fá aðsvif og þarf að fara upp á sjúkrahús. Þar kemur í ljós að ég er með lítinn blóðtappa sem olli því að blóðflæði upp í heila stöðvaðist í smá tíma," sagði Pétur í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Ég greindist svo með gáttatif í hjartanu og er kominn á blóðþynnandi lyf sem valda því að ég má ekki spila knattspyrnu eins og staðan er núna. Ástandið í dag er þokkalegt fyrir utan þá stóru breytingu að mega ekki spila knattspyrnu, annars lifi ég bara eðlilegu lífi. Ég má vera í ræktinni en er bannað að vera í „contact" sporti."

Ýmislegt annað í lífinu en fótbolti
„Það opnast aðrar dyr þegar einar lokast. Eins og staðan er núna er ég að demba mér meira út í þjálfun. Ég er farinn að þjálfa 6. flokk karla hjá Gróttu og svo fékk ég það skemmtilega tækifæri að taka við Kríunni," sagði Pétur en Krían er eins árs gamalt félag á Seltjarnarnesi sem er í 4. deildinni.

Pétur segir óvíst hvort hann muni taka skóna fram aftur. „Maður tekur bara einn dag í einu. Það er ýmislegt annað í lífinu en fótbolti. Maður er fyrst að átta sig á því núna. Í fyrsta sinn í einhver 20 ár fær maður sumarfrí."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner