Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mið 27. janúar 2016 16:47
Magnús Már Einarsson
Viðar fékk 120 milljónir fyrir að skrifa undir hjá Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson fékk rúmlega átta milljónir sænskar krónur eða yfir 120 milljónir íslenskar fyrir að skrifa undir hjá Malmö í dag. Þetta segir SportExpressen í Svíþjóð.

Malmö keypti Viðar fra Jiangsu Suning á þrjár milljónir sænskar eða 46 milljónir íslenskar króna. Það er mun minna verð en Jiangsu borgaði fyrir Viðar í fyrra.

Jiangsu keypti Viðar frá norska félaginu Valerenga á 30 milljónir sænska eða 460 milljónir íslenskar króna fyrir ári síðan.

Þar sem að Malmö náði hagstæðum samningi við Jiangsu um kaupverð þá gat félagið borgað Viðari vel við undirskrift.

Viðar var á mjög góðum samningi í Kína og samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um áramótin þá var hann að fá 130 milljónir íslenskra króna í árslaun þar.

SportExpressen gefur ekki upp laun hans hjá Malmö en segir að Viðar sé einn launahæsti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner