Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 27. janúar 2018 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Blikar fóru létt með ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 0 - 4 Breiðablik
0-1 Sjálfsmark ('20)
0-2 Willum Þór Willumsson ('34)
0-3 Gísli Eyjólfsson ('51)
0-4 Viktor Örn Margeirsson ('90)

Breiðablik fór létt með ÍA í Fótbolta.net mótinu í dag. Leiknum var að ljúka en hann var spilaður inn í Akraneshöllinni.

Blikar komust yfir á 20. mínútu með sjálfsmarki og áður en dómarinn flautaði til hálfleiks var staðan orðin 2-0. Willum Þór Willumsson skoraði seinna mark Breiðabliks í fyrri hálfleiknum.

Gísli Eyjólfsson, sem var besti maður Breiðabliks síðasta sumar gerði þriðja markið á 51. mínútu og í uppbótartímanum skoraði Viktor Örn Margeirsson, lokatölur 4-0.

Frábær sigur Blika staðreynd en þeir eru nú með þrjú stig. Breiðablik á enn möguleika á efsta sæti riðilsins en þeir verða að treysta á það að Stjarnan tapi gegn ÍBV í dag. ÍA hefur einnig þrjú stig, en Kópavogspiltar eiga enn eftir að spila einn leik.

Byrjunarlið ÍA: 12. Árni Snær Ólafsson; 2. Hörður Ingi Gunnarsson, 4. Arnór Snær Guðmundsson, 8. Hallur Flosason, 11. Arnar Már Guðjónsson, 14. Ólafur Valur Valdimarsson, 16. Þórður Þorsteinn Þórðarson, Viktor Helgi Benediktsson, 22. Steinar Þorsteinsson, 31. Stefán Teitur Þórðarson, 66. Einar Logi Einarsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: 1. Gunnleifur Gunnleifsson, 2. Kolbeinn Þórðarson, 4. Damir Muminovic, 5. Elfar Freyr Helgason, 7. Jonathan Hendrickx, 8. Arnþór Ari Atlason, 9. Hrvoje Tokic, 11. Gísli Eyjólfsson, 15. Davíð Kristján Ólafsson, 21. Viktor Örn Margeirsson, 30. Andri Rafn Yeoman.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner