KA hefur fengið enska varnarmanninn Adam Mitter til sín á reynslu.
Mitter mun leika með KA þegar liðið mætir ÍA í æfingaleik á gervigrasvelli KA í kvöld.
Mitter mun leika með KA þegar liðið mætir ÍA í æfingaleik á gervigrasvelli KA í kvöld.
Mitter er 21 árs gamall en hann var á sínum tíma í unglingaliði Blackpool.
Í kjölfarið fór Mitter til Hibernian í Skotlandi og síðar til Kettering Town og Warrington Town í ensku neðri deildunum.
Í fyrrasumar Mitter síðan fyrirliði hjá Ånge IF sem vann sænsku D-deildina.
Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA í vetur en allir sex erlendu leikmennirnir sem voru hjá félaginu í fyrra eru horfnir á braut.
Athugasemdir