banner
   fös 27. febrúar 2015 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football Italia 
Borgarstjóri Parma hótar að loka leikvanginum
Manenti er ekki talinn trúverðugur.
Manenti er ekki talinn trúverðugur.
Mynd: Getty Images
Federico Pizzarotti, borgarstjóri Parma, hótaði að loka leikvanginum sem knattspyrnufélagið Parma spilar á eftir fund með Giampietro Manenti, nýjum eiganda félagsins.

Öryggisverðir þurftu að fylgja Manenti úr byggingunni vegna fjölda fólks sem safnaðist saman í mótmælaskyni fyrir utan.

,,Manenti er ekki trúverðugur milliliður. Ef þetta er nýr forseti Parma þá verður leikvanginum lokað," sagði borgarstjórinn alvarlegur að fundi loknum.

,,Leikmenn Parma hafa alla mína samkennd."

Manenti hefur auglýst sig sem bjargvætt félagsins eftir að hafa keypt það á eina evru. Hvorki leikmenn, stuðningsmenn né starfsmenn Parma hafa nokkra trú á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner