fös 27. febrúar 2015 11:13
Elvar Geir Magnússon
Brendan Rodgers: Höfum engar afsakanir
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, leitaði ekki af afsökunum eftir að lið hans féll úr leik í Evrópudeildinni í gær. Liðið tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Besiktas.

„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði með hvaða hætti við föllum úr leik. Við sköpuðum fín færi í fyrri hálfleik og vörðumst vel á heildina litið," segir Rodgers.

„Ég er stoltur af leikmönnum og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem fengu frábæra reynslu í mögnuðu andrúmslofti. Það vantaði sköpunarmátt hjá okkur í leiknum en við höfum engar afsakanir."

„Okkar markmið á tímabilinu var að vinna bikar. Það er ljóst að það tekst ekki í þessari keppni en við eigum góða möguleika í annarri keppni," segir Rodgers og vísar þar í FA-bikarinn.

Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren klúðraði síðustu spyrnu vítakeppninnar en hann gekk í raðir Liverpool í fyrra og hefur alls ekki staðið undir væntingum.

Á samskiptamiðlum hefur verið harðlega gagnrýnt að hann hafi tekið síðasta vítið.

„Dejan var tilbúinn að taka víti. Allir fimm sem tóku víti voru með gott sjálfstraust. Þetta er leiðinlegt því Dejan var búinn að vera góður í leiknum. En einhver þarf að klúðra og því miður voru það við," segir Rodgers.

Hér að neðan má sjá brot frá fréttamannafundi hans eftir leikinn:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner