fös 27. febrúar 2015 14:40
Fótbolti.net
KSÍ borgar Toppfótbolta 2,5 milljónir í skaðabætur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær náðist samkomulag milli KSÍ og FH vegna útgáfu KSÍ á aðgönguskírteinum sem gefin voru út umfram reglugerð fyrir árið 2013.

Knattspyrnudeild FH stefndi KSÍ og krafðist þess að fá skaðabætur þar sem KSÍ hafði gefið út of marga frímiða sem gilda á alla leiki á Íslandi.

Samkomulag náðist milli aðila en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fótbolta.net samþykkti KSÍ að borga 2,5 milljónir í skaðabætur. Íslenskur Toppfótbolti (ITF) fær peninginn, samtök félaga í efstu deild

„KSÍ viðurkennir að hafa farið framúr reglugerð um útgáfu A-skírteina og biðst afsökunnar á að hafa farið fram úr heimildum," sagði í fréttatilkynningu sem gefin var út í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner