Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. febrúar 2015 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football Italia 
Marotta: Skoðum ekki tilboð í Pogba
Mynd: Getty Images
Beppe Marotta er einn æðsti maður innan ítalska knattspyrnufélagsins Juventus og segir franska miðjumanninn Paul Pogba ekki vera til sölu.

Félög á borð við Real Madrid, Manchester United og Paris Saint-Germain eru talin hafa áhuga á leikmanninum.

,,Við setjum ekki neinn verðmiða á Pogba, mögulegir kaupendur verða að gera það sjálfir," sagði Marotta í viðtali við La Gazzetta dello Sport.

,,Við erum ekki í samræðum við neitt félag varðandi félagsskipti Pogba og eins og staðan er núna þá skoðum við ekki einu sinni tilboð í leikmanninn.

,,Ef Pogba verður seldur þá verður hann seldur til hæstbjóðanda, alveg eins og á uppboði."


Marotta segir Pogba vera einn af bestu leikmönnum liðsins og tekur fram að markmið félagsins er að bæta sig á knattspyrnuvellinum, ekki selja sínu bestu menn.

,,Við verðum að bæta leik okkar á hverju ári. Pogba er einn af okkar bestu leikmönnum og við viljum halda liðinu í hæsta gæðaflokki.

,,Okkur hafa ekki borist tilboð í Pogba, sem er í heimsklassa og er eftirsóttur af bestu félögum hnattarins. Við erum ekki að leita að kaupendum."

Athugasemdir
banner
banner
banner