Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. febrúar 2015 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Mikið tap hjá Cardiff í úrvalsdeildinni
Aron Einar er fastamaður í liði Cardiff.
Aron Einar er fastamaður í liði Cardiff.
Mynd: Getty Images
Cardiff skilaði 12 milljóna tapi á fyrsta ári sínu í ensku úrvalsdeinni. Þetta sýna nýjar tölur fyrr fjárhagsárið sem lauk í maí á síðasta ári.

Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur félagsins hafi fimmfaldast frá árinu áður, en félagið hafði tekjur upp á 80 milljónir punda. Þar að auki lagði eigandi félagsins, Vincent Tan, sjálfur 130 milljónir í félagið í formi lána.

Launatengdar greiðslur jukust úr 27 milljónum upp í 46 milljónir, en þar af fóru tvær milljónir í sérstakan kostnað vegna stjóraskipta þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá félaginu.

Cardiff siglir lygnan sjó um miðja deild í Championship-deildinni þessa stundina. Með liðinu spilar landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner