fös 27. febrúar 2015 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Nike neyðir Ronaldo til að hætta framleiðslu á íþróttaskóm
Mynd: Getty Images
Nike hefur beðið Cristiano Ronaldo um að fjarlægja íþróttaskó úr nýrri skólínu fyrirtækisins CR7.

Nike styrkir Ronaldo um rúmlega einn milljarð íslenskra króna á ári og vill fyrirtækið ekki þurfa að vera í samkeppni við CR7 á íþróttamarkaðinum.

Ronaldo sýndi nýju skólínuna, sem er unnin í samstarfi við Portugal Footwear, á tískusýningum í Mílanó og Las Vegas.

Ronaldo mun fjarlægja íþróttaskóna úr CR7 línunni en fær að halda áfram framleiðslu á spari- og götuskóm.
Athugasemdir
banner
banner
banner