fös 27. febrúar 2015 13:30
Þórður Már Sigfússon
Stöðutékk fyrir landsleik Íslands og Kasakstan
Ísland 8.705 - Kasakstan 0
Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum í nóvember.
Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg hefur spilað flestar mínútur með félagsliði síðan 1. desember.
Jóhann Berg hefur spilað flestar mínútur með félagsliði síðan 1. desember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar hefur spilað 1215 mínútur með Cardiff síðan 1. desember.
Aron Einar hefur spilað 1215 mínútur með Cardiff síðan 1. desember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú þegar tæpur mánuður er þangað til Ísland sækir Kasakstan heim í undanriðli EM er ljóst að flestir íslensku landsliðsmannanna eru í nokkuð betra leikformi en væntanlegir mótherjar.

Allir leikmennirnir sem voru í leikmannahópi Kasakstan gegn Tyrkjum í síðasta leik undankeppninnar spila í heimalandinu en deildarkeppninni þar í landi lauk þann 19. nóvember. Úrvalsdeildin í Kasakstan hefst að nýju á sunnudaginn eða 27 dögum fyrir landsleikinn gegn Íslendingum.

Samtals hafa íslensku landsliðsmennirnir því spilað 8.705 mínútur af keppnisbolta á móti núll leiknum mínútum hjá landsliðsmönnum Kasakstan síðan 1. desember. Þess ber að geta að æfingaleikir eru ekki teknir með í þessari samantekt.

Ástandið er þó ekki fullkomið hjá íslensku landsliðsmönnunum en átta leikmenn af þeim 22 sem voru í landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Tékkum hafa ekki spilað keppnisleik síðan í nóvember. Þrír þeirra eru á mála hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni sem hefst í byrjun apríl og ljóst að þeir verða ekki búnir að spila keppnisleik þegar kemur að landsleiknum gegn Kasakstan.

Miðjan í góðu leikformi en sóknin og vörnin spurningamerki
Ef litið er á einstakar stöður er ljóst að ástandið er best á íslensku miðjumönnunum sem allir spila reglulega með sínum félagsliðum.

Ljóst er að sóknarmennirnir eru í litlu leikformi en Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og Alfreð Finnbogason fær lítið að spila með Real Sociedad. Gera má ráð fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen komi þar inn en hann hefur spilað mikið fyrir Bolton í ensku 1. deildinni að undanförnu.

Flestir varnarmennirnir hafa verið í vetrarfríi undanfarnar vikur fyrir utan Kára Árnason og Hörð Björgvin Magnússon en Kári er einn af lyilmönnum Rotherham í ensku 1. deildinni og spilar allar mínútur með liðinu.

Staða markmannanna er sú að enginn þeirra hefur spilað keppnisleik síðan í nóvember en þeir hafa haldið sér í góðu formi í vetrarfríinu.

Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum í nóvember/mínútur spilaðar með félagsliðum síðan 1. desember:

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson: 0
Ögmundur Kristinsson: 0
Ingvar Jónsson: 0

Varnarmenn
Kári Árnason: 1350
Theodór Elmar Bjarnason: 130
Ari Freyr Skúlason: 164
Ragnar Sigurðsson: 183
Hallgrímur Jónasson: 180
Sölvi Geir Ottesen: 180
Hörður Björgvin Magnússon: 309
Birkir Már Sævarsson: 0

Miðjumenn
Emil Hallfreðsson: 845
Birkir Bjarnason: 1062
Gylfi Þór Sigurðsson: 824
Aron Einar Gunnarsson: 1215
Jóhann Berg Guðmundsson: 1329
Ólafur Ingi Skúlason: 445
Helgi Valur Daníelsson: 0

Sóknarmenn
Kolbeinn Sigþórsson: 63
Alfreð Finnbogason: 534
Jón Daði Böðvarsson: 0
Viðar Örn Kjartansson: 0

Landsliðshópur Kasakstans gegn Tyrkjum í nóvember/mínútur spilaðar með félagsliðum síðan 1. desember.

Markmenn
Aleksandr Mokin: 0 mínútur
Stas Pokatilov: 0
Andrei Sidelnikov: 0

Varnarmenn
Serhiy Malyi: 0
Mark Gorman: 0
Viktor Dmitrenko: 0
Rinat Abdulin: 0
Samat Smakov: 0
Dmitri Miroshnichenko: 0
Gafurzhan Suyumbayev: 0
Dmitri Shomko: 0
Abzal Beisebekov: 0
Yuriy Logvinenko: 0

Miðjumenn
Andrei Karpovich: 0
Ulan Konysbayev: 0
Bauyrzhan Islamkhan: 0
Askhat Tagybergen: 0
Azat Nurgaliev: 0
Aslan Darabayev: 0
Roman Murtazaev: 0
Stanislan Lunin: 0

Sóknarmenn
Aleksey Shchetkin: 0
Sergei Khiznichenko: 0


Árangur Kasakstan í síðvetrarleikjum/vorleikjum:

26. mars, 2005
Danmörk – Kasakstan, 3-0

24. mars, 2007
Kasakstan – Serbía, 2-1

1.apríl, 2009
Kasakstan – Hvíta-Rússland, 1-5

26. mars, 2011
Þýskaland – Kasakstan, 4-0

22. mars, 2013
Kasakstan – Þýskaland, 0-3

26. mars, 2013
Þýskaland – Kasakstan, 4-1

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner