Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 27. febrúar 2015 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Topplið Bayern með fjórða sigurinn í röð
Robben getur ekki hætt að skora.
Robben getur ekki hætt að skora.
Mynd: Getty Images
Bayern München 4 - 1 Köln
1-0 Bastian Schweinsteiger ('3)
2-0 Franck Ribery ('10)
2-1 Anthony Ujah ('45)
3-1 Arjen Robben ('67)
4-1 Robert Lewandowski ('75)

FC Bayern lenti ekki í vandræðum með Köln þegar liðin mættust í fyrsta leik 23. umferðar þýsku efstu deildarinnar.

Heimamenn voru komnir tveimur mörkum yfir eftir tíu mínútna leik en Anthony Ujah, fremstur í sóknarlínu gestanna, minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé.

Mark gestanna dró ekki úr sóknarleik Bæjara sem komust tveimur mörkum yfir þegar Arjen Robben skoraði um miðjan síðari hálfleik. Robert Lewandowski gerði svo út um leikinn skömmu síðar og Bayern er með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Þetta er fjórði sigur Bayern í röð og er félagið með markatöluna 20-1 úr síðustu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner