Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. febrúar 2015 12:31
Magnús Már Einarsson
Van Persie að minnsta kosti frá í tvær vikur
Robin van Persie.
Robin van Persie.
Mynd: Getty Images
Robin van Persie verður ekki með Manchester United gegn Sunderland á morgun vegna ökkla meiðsla.

Van Persie meiddist gegn Swansea um síðustu helgi og fór heim á hækjum eftir leik.

Orðrómur er um að Van Persie verði frá keppni í mánuð vegna meiðslanna en það hefur þó ekki fengist staðfest.

Louis van Gaal, stjóri United, segir að landi sinn verði að minnsta kosti frá keppni í tvær vikur.

,,Ökkla meiðsli geta tekið langan tíma. Þetta er ekki bara ein eða tvær vikur," sagði Louis van Gaal stjóri United í dag.
Athugasemdir
banner
banner