Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. febrúar 2015 14:35
Elvar Geir Magnússon
Wilshere fór í minniháttar aðgerð á ökkla
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal.
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, fór í minniháttar aðgerð til að koma í veg fyrir óþægindi á ökkla og verður frá í nokkra daga.

Þetta segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en Wilshere hefur ekki spilað síðan í 2-1 tapi gegn Manchester United í nóvember.

Hann var í leikmannahópi Arsenal gegn Crystal Palace síðasta laugardag en verður frá í einhverja daga en ekki vikur að sögn Wenger.

Þá eru miðjumaðurinn Mikel Arteta og varnarmaðurinn Mathie Debuchy enn á meiðslalistanum og verða frá í nokkrar vikur til viðbótar.

Arsenal tapaði 3-1 fyrir Monaco í Meistaradeildinni í vikunni og Wenger kallar eftir að leikmenn stígi upp og svari með góðri frammistöðu gegn Everton á sunnudag.

„Það sem særir mann meira er tapið frekar en gagnrýnin. Þetta særir mann að sjálfsögðu en það er enginn einstaklingur sem tekur sökina. Það gekk allt á afturfótunum þetta kvöld," segir Wenger.

Arsenal er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er á góðri leið með því að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner