Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. febrúar 2017 19:30
Stefnir Stefánsson
Áhugaverð tölfræði Liverpool með og án Henderson
Mikilvægur
Mikilvægur
Mynd: Getty Images
Liverpool heimsækir Leicester City í eina leik kvöldins í Ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst núna klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Byrjunarliðin eru klár og ljóst er að fréttir sem að bárust úr herbúðum Liverpool, að Henderson hefði meiðst á æfingu og verði því ekki með voru staðfestar.

Fréttastofa SkySports birti áhugaverða tölfræði sem sýnir gengi Liverpool með og án fyrirliðans. Ljóst er að það munar um minna ef eitthvað er að marka þessa tölfræði.

Sigurhlutfall Liverpool með Henderson í liðinu er 53% en einungis 26% án hans. Þá fá Liverpool á sig 1.5 mörk að meðaltali í þeim leikjum sem að Henderson er ekki með en það er þeir fá aðeins á sig 1.2 mörk að meðaltali þegar fyrirliðinn hefur spilað.

Þá er einning áhugavert að Liverpool skorar að meðaltali 1.9 mörk með Henderson en aðeins 1.5 mörk að meðaltali í leik án hans.

Athugasemdir
banner
banner