Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. febrúar 2017 19:05
Stefnir Stefánsson
Byrjunarlið Leicester og Liverpool: Enginn Henderson
Liverpool freista þess að leggja Englandsmeistarana að velli.
Liverpool freista þess að leggja Englandsmeistarana að velli.
Mynd: Getty Images
Leicester City taka á móti Liverpool í síðasta leik 26. umferðar Ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld klukkan 20:00. Þetta verður fyrsti leikur Leicester City án Claudio Ranieri á þessu tímabili en eins og frægt er orðið kusu þeir að reka Ranieri nú á dögum.

Með sigri getur liðið farið uppfyrir bæði Manchester United og Arsenal í þriðja sæti deildarinnar. En bæði þessara liða sátu hjá í þessari umferð og eiga því leik til góða.

Leicester eru hinsvegar eru í tómum vandræðum og eru komnir í harða fallbaráttu en gengi þeirra á þessu tímabili hefur verið vægast sagt vandræðalegt. Liðið er ríkjandi Englandsmeistarar. Fyrir leik sitja þeir í 18. sæti deildarinnar en geta með sigri farið í 15. sæti og tekið fram úr Gylfa og félögum í Swansea á markatölu.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Leicester City: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Drinkwater, Ndidi, Mahrez, Albrighton, Okazkai, Vardy.
varamenn: Zieler, Chillwell, Gray, King, Amartey, Ulloa, Slimani.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lucas, Milner, Can, Wijnaldum, Lallana, Mane, Coutinho, Firmino.
varamenn: Karius, Moreno, Klavan, Stewart, Alexander-Arnold, Origi, Woodburn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner