mán 27. febrúar 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Forseti Nice: Sjáum ekki eftir að hafa keypt Balotelli
Balotelli er alltaf í fréttunum.
Balotelli er alltaf í fréttunum.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir erfiðleika hjá Mario Balotelli síðustu vikur segir forseti Nice, Jean-Pierre Rivere, að hann sjá ekki eftir því að hafa fengið ítalska sóknarmanninn síðasta sumar.

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur hallað undan fæti hjá Balotelli á nýju ári. Hann er með eitt mark í síðustu sex leikjum.

Þá hefur hann þrívegis fengið rauða spjaldið, þar á meðal í sigrinum gegn Lorient um síðustu helgi þegar hann reif kjaft við dómarann.

„Hann byrjaði tímabilið afar vel. Það gengur ekki eins vel sem stendur en ég vona að hann snúi fljótt aftur og við fáum aftur að sjá Mario sem við sáum í upphafi tímabils," segir Rivere.

„Á heildina litið erum við ánægðir með hann. Hann er vel stilltur andlega og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að hafa fengið Mario."

Nice og Paris Saint-Germain eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti með 59 stig en bæði lið fögnuðu sigri um liðna helgi. PSG vann magnaðan 5-1 útisigur gegn Marseille í gær. Mónakó, sem vann Guingamp á laugardag, er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner