Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. febrúar 2017 23:50
Stefnir Stefánsson
Klopp: Þakka guði fyrir að við þurfum ekki að spila á morgun
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik.

„Við áttum nokkra kafla sem voru yfir meðallagi góðir hjá okkur í dag, en því miður var leikurinn í heild sinni langt undir pari hjá okkur. Það var ljóst strax frá byrjun hvernig þessi leikur myndi enda."

„Við vissum fyrir leik hvað Leicester ætluðu að gera, fara í það sem að þeir byggðu síðasta tímabil á, hlaup, baráttu og dugnað, við leyfðum þeim að vera Leicester síðasta tímabils og það skrifast algjörlega á okkur." sagði Þjóðverjinn í samtali við blaðamenn.

„Við eigum rétt á allri þeirri gagnrýni sem við höfum verið að fá og munum fá eftir frammistöðu okkar hér í kvöld. Þessi óstöðugleiki er út í hött."

„Það lítur út eins og að við höfum ekki áttað okkur á hversu sterkir Leicester séu. En samt ræddum við það fyrir leik. Frammistaða okkar var enganvegin nógu góð. Það er alltaf hægt að fara að leita að eitthverjum afsökunum en ég er ekki tilbúinn að fara í að finna sökudólga." hélt Klopp áfram en hann talaði einnig um þær taktísku breytingar sem að þeir lögðu upp með í hállfleik.

„Við áttum tækifæri til að gera eitthvað af viti í þesum leik, við skiptum um kerfi í hálfleik en því miður voru fyrirgjafirnar sem við lögðum upp með að reyna að nýta okkur í seinni hálfleik ekki nógu góðar."

„Ég segi ekki að ég sé áhyggjufullur en ég ætti kannski samt sem áður að vera það. Ég þarf að einbeita mér að gera liðið klárt fyrir næsta leik. Við erum að spila fyrir framtíð okkar núna."

„Við höfum viku til að finna út hvað er að og laga það. Ég þakka guði fyrir að við þurfum ekki að spila aftur á morgun!" sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner