Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. febrúar 2017 19:39
Stefnir Stefánsson
Shakespeare: Búið að gagnrýna okkur mikið
Craig Shakespeare bráðabirgðastjóri Leicester
Craig Shakespeare bráðabirgðastjóri Leicester
Mynd: Getty Images
Craig Shakespeare bráðabirgðastjóri Leicester City ræddi við fjölmiðla fyrir leik kvöldsins gegn Liverpool.

Shakespeare mun stýra Leicester af hliðarlínunni í kvöld þar sem félagið hefur ekki fundið nýjann stjóra eftir að Claudio Ranieri var rekinn nú á dögum.

„Við þurfum að ná góðum úrslitum það er augljóst," sagði hann „Strákarnir hafa verið að standa sig vel síðastliðna daga þannig og liðsuppstillingin er eftir því."

„Þetta er búin að vera mjög erfið vika fyrir félagið, við höfum ekki fengið neitt gríðarlega mikinn tíma til að undirbúa okkur og þessvegna er mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum hér í kvöld," Shakespeare tók sér tíma til að gagnrýna fjölmiðla en mikið hefur verið gagnrýnd félagið eftir að það ákvað að reka Ranieri þrátt fyrir að hann gerði félagið að enskum meisturum í fyrra.

Margir eru búnir að gera gagnrýna félagið mikið upp á síðkastið og ég vona að leikmennirnir séu tilbúnir að svara fyrir þessa gagnrýni á vellinum. Ef að við getum nýtt þessa gagnrýni til góðs þá er yrði ég ánægður með það," sagði Shakespeare að lokum.
Athugasemdir
banner
banner