Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. febrúar 2017 21:04
Stefnir Stefánsson
Srivaddhanaprabha: Leikmenn ekki á bak við brottreksturinn
Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester City
Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester City
Mynd: Getty Images
Aiyawatt Srivaddhanaprabha, annar stjórnarformanna Leicester City, hefur stigið fram og neitað þeim sögusögnum um að nokkrir leikmenn liðsins hefðu verið kveikjan á bakvið brottrekstur Claudio Ranieri frá félaginu.

Eins og frægt er orðið ráku Englandsmeistarar Leicester knattspyrnustjóra sinn Claudio Ranieri. Í kjölfarið spruttu upp sögusagnir þess efnis að nokkrir leikmenn liðsins hefðu farið á fund með stjórn félagins og krafist þess að Ranieri yrði sagt upp stöfrum.

Leikmennirnir sem um ræðir voru meðal annars Kasper Schmeichel og Jamie Vardy. En eins og áður segir vísar stjórnarformaðurinn þessum sögum alfarið á bug.

„Í vikunni tókum við þá erfiðu ákvörðun um að segja Ranieri upp störfum hjá félaginu. Ég býst ekki við að allir muni skilja þessa ákvörðun og sumir eru eflaust okkur reiðir. En við þurfum að gera það sem var félaginu sem við elskum fyrir bestu." stóð í yfirlýsingu frá Srivaddhanaprabha.

Við munum ávallt vera Claudio(Ranieri) þakklátir fyrir þau mögnuðu störf sem hann vann í þágu félagsins. Hann gerði það allt með miklum sjarma og bros á vör. Árangur okkar í fyrra var fram úr okkar villtustu draumum og við vorum aldrei að búast við að ná að endurtaka leikinn á þessu tímabili. En staðan er ekki góð við eigum 13 leiki eftir og erum að berjast um sæti okkar í deildinni," bætti Srivaddhanaprabha við.

Þetta var sársaukafull ákvörðun en ég tel að hún hafi verið félaginu fyrir bestu. Við urðum vegna ástar okkar á félaginu að setja tilfinningar okkar til hliðar. Ákvörðunin var eingöngu stjórnarinnar og okkur finnst leiðinlegt og ósanngjarnt að sjá að skuldinni sé skellt á leikmenn með svona sögum. Sérstaklega þar sem að leikmennirnir hafa ávallt staðið við bakið á Claudio (Ranieri). sagði stjórnarformaðurinn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner