Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. febrúar 2017 17:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
U17 fékk eitt stig gegn Austurríki - Tapaði í vító
Byrjunarlið U17 landsliðsins.
Byrjunarlið U17 landsliðsins.
Mynd: KSÍ
Íslenska U17 landsliðið fékk eitt stig gegn Austurríki í dag.

Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á sérstöku undirbúningsmóti UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Ísland er í riðli með Skotum, Króatíu og Austurríki.

Austurríki komst yfir í leiknum á 20. mínútu en Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Breiðabliks, jafnaði í 1-1 á 38. mínútu.

Austurríki endurheimti forystuna strax í næstu sókn en íslenska liðið jafnaði að nýju í seinni hálfleik. Þar var Atli Barkarson, leikmaður Völsungs, á ferðinni.

Staðan 2-2 að loknum venjulegum leiktíma og því ljóst að bæði lið voru örugg með eitt stig úr leiknum. Farið var í vítaspyrnukeppni þar sem Austurríki hafði betur og fær því annað stig til viðbótar.

Byrjunarlið Íslands:
Sigurjón Daði Harðarson (m); Helgi Jónsson, Leó Ernir Reynisson, Finnur Tómas Pálmason, Egill Darri Þorvaldsson; Sölvi Snær Fodilsson, Vuk Óskar Dimitrijevic, Atli Barkarson, Karl Friðleifur Gunnarsson; Andri Lucas Guðjohnsen, Stefán Sigurðarson.

Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn þegar liðið mætir Skotlandi en þá verður flautað til leiks klukkan 12:30. Lokaleikurinn er á föstudaginn gegn Króatíu og hefst hann klukkan 11:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner