Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. febrúar 2017 20:40
Stefnir Stefánsson
Umboðsmaður Zlatan: Sjáum hvað setur á næsta tímabili
Mino Raiola er umdeildur
Mino Raiola er umdeildur
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaðurinn umdeildi, lét áhugaverð ummæli falla um framtíð skjólstæðings síns Zlatan Ibrahimovic í dag. Þar sem að hann vildi ekki staðfesta hvað yrði um hinn 35 ára gamla framherja eftir tímabilið.

Raiola vildi ekki útiloka það að Zlatan myndi yfirgefa Manchester United að eftir tímabilið þegar samningur svíjans rennur út.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannsins en Zlatan er búinn að vera sjóðheitur fyrir Manchester United upp á síðkastið.

„Ég vil helst forðast það að ræða samningsmál skjólstæðinga minna við fjölmiðla, ég tel að það sé einkamál milli mín, hans og félagsins." sagði Raiola en hann er einning umboðsmaður Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan liðsfélaga Zlatan hjá Manchester United.

„Ég held að við ættum bara að halda því þanning í bili og njóta velgengni hans á þessu tímabili. Við munum sjá hvað gerist á næsta tímabili," sagði Raiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner