mán 27. febrúar 2017 22:47
Stefnir Stefánsson
Vardy: Öll þessi neikvæða umræða kom okkur í gírinn
Vardy var að vonum ánægður
Vardy var að vonum ánægður
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy átti stórleik í kvöld þegar Leicester City sigraði Liverpool 3-1 í hörku leik á King Power vellinum.

Fyrir leikinn áttum við samtal með þjálfaranum og hann spurði okkur hvernig væri best að nálgast leikinn. Við töldum að það væri að reyna að pressa þá hátt og reyna að vinna boltann eins nálægt þeirra marki og hægt er,"

„Stuðningsmennirnir voru á bakvið okkur og þessvegna var frábært að ná að skila sigrinum til þeirra, þetta var frábært kvöld." sagði Vardy sem var hæst ánægður með leik liðsins.

„Það er ekki að sakast að við séum ekki búnir að vera að reyna að vinna leiki. Við erum búnir að vera að reyna en það hefur bara ekki gengið upp. En í kvöld gekk allt upp."

Vonandi halda mörkin áfram að koma, það var búið að skrifa ýmsa ósanngjarna hluti um okkur núna upp á síðkastið," sagði Vardy og vitnaði þar í að leikmenn voru sagðir hafa stungið Ranieri í bakið.

„Við vildum svara þessu inni á vellinum. Þetta hjálpaði okkur klárlega, öll þessi neikvæða umræða kom okkur í gírinn."

„Þetta er skrítin stemming, blanda af gleði og afslöppun. Við áttum sigurinn skilið og núna þurfum við að einbeita okkur að því að halda svona áfram til að koma okkur úr þeirri stöðu sem við vorum búnir að koma okkur í," sagði Vardy að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner