mán 27. febrúar 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Yfirmaður unglingastarfs Arsenal tekur við Wolfsburg
Andries Jonker.
Andries Jonker.
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Wolfsburg hefur staðfest að yfirmaður unglingastarfs Arsenal, Andries Jonker, muni taka við þjálfun liðsins.

Jonker hefur starfað hjá Arsenal síðan 2014 en hann var áður aðstoðarþjálfari Wolfsburg. Þá hefur hann unnið með Louis van Gaal hjá Barcelona, Bayern München og hollenska landsliðinu.

Jonker er 54 ára Hollendingur og hefur skrifað undir samning til loka næsta tímabils.

Valerien Ismael var rekinn eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Werder Bremen en Wolfsburg er aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Ismael tók við af Dieter Hecking í október 2016.

„Okkar ákvörðun að reka Ismael var ekki bara byggð á úrslitunum gegn Bremen heldur hvernig liðið hefur spilað síðustu vikur og mánuði," segir í yfirlýsingu Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner
banner