Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 27. mars 2013 18:00
Elvar Geir Magnússon
Ægismenn fá til sín nýja leikmenn
Ægismenn komust upp úr 3. deildinni í fyrra.
Ægismenn komust upp úr 3. deildinni í fyrra.
Mynd: Garðar Geirfinnsson
Ægir frá Þorlákshöfn hefur síðustu daga verið að bæta við sig leikmönnum en liðið er nýliði í 2. deildinni.

Markvörðurinn Hugi Jóhannesson er kominn á láni frá KR. Hugi er fæddur árið 1992 og hefur æft með Ægi í vetur.

Haukur Már Ólafsson er kominn til Ægis. Haukur er 26 ára sóknarmaður sem kemur frá Létti í Breiðholti, þar sem hann hefur verið iðinn við markaskorun undanfarin ár í 3. deildinni.

Marteinn Gauti Andrason hefur gengið til liðs við Ægi. Marteinn er 21 árs miðjumaður sem kemur frá ÍR. Hann lék 9 leiki og skoraði 1 mark með ÍR í 1. deildinni í fyrra.

Þá er miðvörðurinn Ivan Razumovic kominn með leikheimild með Ægi á nýjan leik og Pálmi Þór Ásbergsson kominn aftur til félagsins á lánssamningi frá Selfossi.
Athugasemdir
banner
banner