Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. mars 2015 07:51
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Aron Einar bjóst við að Lagerback myndi syngja
Icelandair
Frá fréttamannafundinum í Kasakstan.
Frá fréttamannafundinum í Kasakstan.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var létt yfir mönnum á fréttamannafundi íslenska landsliðsins í Kasakstan í dag. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sem varð faðir í fyrsta sinn í gær sat fyrir svörum. Hann fékk hamingjuóskir frá íslenskum fjölmiðlamönnum.

„Ég hefði að sjálfsögðu viljað vera viðstaddur fæðinguna en það var ákvörðun mín að fara í þennan leik. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur og við viljum komast í lokakeppnina. Það var yndisleg tilfinning að verða faðir í fyrsta sinn og það hefði verið frábært að vera þarna en ég hlakka til leiksins," sagði Aron.

Aron fékk afmælissöng og köku frá liðinu í gær.

„Þetta kom manni á óvart en lét mér líða vel. Það er margt að hugsa og ég fékk góðan stuðning. Ég bjóst við að Lars Lagerback myndi syngja fyrir mig en hann gerði það ekki," sagði Aron kíminn og Lars hló.

„Ég fékk líka stuðning frá liðinu og Þorgrímur Þráinsson (sem er í landsliðsnefnd) var maðurinn á bak við þetta," sagði Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner