Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. mars 2015 09:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Ensku félögin samþykkja að borga lágmarkslaun
Sjónvarpssamningar skila enskum liðum ótrúlegum upphæðum.
Sjónvarpssamningar skila enskum liðum ótrúlegum upphæðum.
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa samþykkt að gefa frá sér að minnsta kosti einn milljarða punda til liða í neðri deildunum á Englandi.

Þetta var ljóst í gær, en en athygli vekur að þessi moldríku félög skuldbundu sig á sama tíma til að greiða venjulegu starfsfólki sínu lágmarkslaun áður en tímabilið 2016-17 hefst.

Nýlega var gerður risa sjónvarpssamningur við Sky og BT til þriggja ára og færir það liðunum 5,13 milljarða punda.

Styrkirnir til liða í neðri deildunum eiga að nýtast til uppbyggingu innan félagana, líkt og í unglingastarfi og að gera fótboltann að enn eftirsóttari vöru.

Samhliða því styrkir til liða í neðri deildunum aukast um 40% frá 700 milljónum, en athygli vekur að á sama tíma er sjónvarpssamningurinn 70% verðmætari en sá sem fyrir var.
Athugasemdir
banner