Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. mars 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Fylkismenn ætluðu til Tyrklands en festust í Danmörku
Fylkismenn fagna marki.
Fylkismenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkismenn lentu í ævintýrum á leið sinni í æfingaferð til Tyrklands í vikunni. Fylkismenn fóru út á þriðjudag og ætluðu að millilenda í Danmörku en þeir misstu af fluginu þar.

,,Það var bilun hjá Icelandair í Keflavík og í Köben horfðum við á vélina fara í loftið til Tyrklands," sagði Ólafur Geir Magnússon í stjórn knattspyrnudeildar við Fótbolta.net í dag.

Erfitt hefur reynst að koma hópnum á áfangastað en hluti af Fylkismönnum fór yfir til Tyrklands í gær, annar hluti fer þangað í dag og á morgun munu fjórir síðustu mennirnir í hópnum skila sér.

Æfingaferðin í Tyrklandi verður því í styttra lagi en áætlað er að koma heim á þriðjudag.,,Við snúum bökum saman og berjum eldmóð í hvorn annan. Þetta er hörku högg en hver hefur ekki staðið upp eftir góðan vinstri krók?" sagði Óli Geir.

Fylkismenn nýttu tækifærið í Danmörku og fengu að æfa á æfingasvæði Bröndby. Þá heimsóttu þeir Inga Björn Albertsson en hann rekur bar í Kaupmannahöfn. Ingi Björn er faðir Alberts Brynjars Ingasonar framherja Fylkis.

,,Eins og Fylkismönnum sæmir gerðum við það besta úr þessu og komum tvíefldir til baka. Vonandi eru menn farnir að drekka í sig D-vítamíni í Tyrklandi núna," sagði Óli Geir.
Athugasemdir
banner
banner
banner