Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 27. mars 2015 09:52
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Gummi Hreiðars: Ég vonast til að Hannes fari í betri deild
Icelandair
Gummi Hreiðars á fréttamannafundi.
Gummi Hreiðars á fréttamannafundi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sé í fínu standi fyrir leikinn gegn Kasakstan á morgun.

,,Staðan er góð á honum sem og Ingvari og Ögmundi. Frá því að við vorum í Flórída er Hannes búinn að spila fimm leiki. Auðvitað væri æskilegt ef hann væri búoinn að spila fleiri leiki en hann er búinn að spila nógu marga leiki til að vera klár í þetta verkefni, eins og þeir allir," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur segist sjá mikinn mun á markvörðum íslenska landsliðsins eftir að þeir fóru út í atvinnumennsku.

,,Ég sé gríðarlegan mun á þeim, bæði tæknilega og líkamlega. Ég myndi vilja sjá fleiri markmenn fara þessa leið. Þú verður að taka þessa áskorun. Þú verður að setja smá pressu á sjálfan þig ef þú ætlar að vera betri. Þú ert í meiri samkeppni erlendis en heima, með fullri virðingu fyrir dagskránni þar,"

Hannes er á mála hjá Sandnes Ulf sem féll úr norsku 1. deildinni í fyrra. Guðmundur viðurkennir að hann vilji sjá Hannes fara í annað lið.

,,Ég vonast til að Hannes fari í betri deild. Ég held að það sé lykill fyrir hann að stíga það skref, allavegana á næsta ári. Ég hef trú á því að hann verði eftirsóttur. Sumarið er framundan og þá sjáum við hvað setur," sagði Guðmundur.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðmund í heild en í myndbandinu tjáir hann sig einnig um markverði andstæðingana.
Athugasemdir
banner
banner