Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. mars 2015 07:00
Daníel Freyr Jónsson
Gutierrez mun aldrei fyrirgefa Newcastle
Jonaz Gutierrez.
Jonaz Gutierrez.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez, leikmaður Newcastle, segir að hann muni aldrei getað fyrirgefið félaginu fyrir framkomu þess er hann glímdi við krabbamein.

Gutierrez greindist með krabbamein árið 2013, en er laus við það í dag. Gekkst hann meðal annars undir aðgerð þar sem eistun voru fjarlægð, en fljótlega eftir endurkomuna til Newcastle tjáði stjórinn Alan Pardew honum að hann þyrfti að finna sér annað félag.

,,Ég mun aldrei getað fyrirgefið félaginu fyrir það hvernig það kom fram við mig," sagði Gutierrez í samtali við Canal+.

,,Ég tel þetta hvorki hafa verið réttur staður né stund fyrir svona hluti. Það ætti að horfa á einstaklinginn, ekki leikmanninn."

Gutierrez var lánaður til Norwich þar sem hann kláraði leiktíðina 2013-14. Krabbameinið tók sig svo upp að nýju síðasta sumar, en hann vann þá baráttu og snéri nýlega aftur á völlinn.

,,Ég fór í aðgerð í Argentínu þar sem eistun voru fjarlægð. Eftir aðgerðina leit þetta vel út og ég fór aftur til Englands eftir að hafa verið útskrifaður."

,,Ég kom í nóvember 2013 og snemma í desember sagði þjálfarinn mér að finna mér nýtt félag því það væri best.."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner