Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fös 27. mars 2015 08:30
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Hansi Bjarna: Gerði faglega úttekt á grasinu með fyrirliðanum
Icelandair
Hansi og Hilmar vinur hans.
Hansi og Hilmar vinur hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Steinar Bjarnason lýsir landsleik Kasakstan og Íslands í Astana á morgun en leikurinn verður sýndur beint á RÚV. Um tíma var óvissa hvort leikurinn yrði sýndur vegna fyrirhugaðs verkfalls tæknimanna en nú er ljóst að verkfall verður ekki um helgina.

„Ég er alveg að fara að vinna fyrir laununum mínum hérna. Leikurinn verður sýndur og ekkert vesen heima," segir Hansi. Þó það sé skítakuldi í Kasakstan er leikurinn innanhúss og hlýtt og gott á leikvanginum.

„Ég pakkaði flísbuxum, kuldagalla og öllu því ég hafði ekki fundið þessar tæknilegu upplýsingar um völlinn. Ég er að fara að vera í bolnum."

Hansi er ánægður með gervigrasið og segist hafa gert faglega úttekt með Aroni Einari Gunnarssyni. Aron sé líka mjög sáttur við undirlagið.

Tímamismunurinn milli Íslands og Kasakstan er sex tímar en Hansi hefur verið í vandræðum með að ná áttum.

„Ég er á öðrum degi hérna og sofnaði rúmlega 3 í nótt. Maður þarf aðeins fleiri daga hérna," segir Hansi sem spáir 3-1 sigri Íslands en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner