Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. mars 2015 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Hazard: Mun aldrei skora jafn mikið og Messi og Ronaldo
Eden Hazard býst ekki við því að skora eins og Messi og Ronaldo.
Eden Hazard býst ekki við því að skora eins og Messi og Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, sóknarmaður Chelsea, segir að hann muni aldrei skora mörk í sama magni og tveir bestu leikmenn heims - þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Belgíski landsliðsmaðurinn greindi frá því í síðasta mánuði að Mourinho vildi sjá hann skora tvö til þrjú mörk í leik, en þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil býst Hazard ekki við því að ná þeim hæðum.

,,Ég er ánægður með tímabilið mitt hjá Chelsea, alveg eins og ég er í fyrra. Ég held áfram að þróa minn leik," sagði þessi fyrrum leikmaður Lille við L'Equipe.

,,Fólk eins og Mourinho ætlast til að ég skori 30 eða 40 mörk á tímabili eins og Messi og Ronaldo, en ég er ekki þannig leikmaður."

,,Ef það er eitthvað eitt sem ég þarf að bæta, þá þarf ég að vera skilvirkari. Ég þarf að skora fleiri mörk, en ég hef átt frábært tímabil sem gæti endað með tveimur bikurum."

Athugasemdir
banner
banner
banner