Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. mars 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Martin Skrtel: Steig ekki viljandi á De Gea
Mynd: Getty Images
Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, heldur því staðfastlega fram að hann hafi ekki ætlað sér að traðka á David De Gea, markverði Manchester United.

Skrtel var í vikunni dæmdur í þriggja leikja bann fyrir atvikið sem átt sér stað undir lok leiks Liverpool og United um helgina. United vann leikinn 2-1.

Skrtel mótmælti ákærunni strax, en var engu að síður dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd.

,,Þetta er furðulegt því við mótmæltum ákærunni en ég fæ samt þriggja leikja bann," sagði Skrtel.

,,Ég vildi ekki traðka á honum. Þetta var slys og ég gerði þetta ekki viljandi. Mér líður ekki eins og ég sé sekur."

,,Þetta var löng sending og hann kom á móti mér og ég ætlaði að hoppa yfir hann. Svo einfalt er nú það."
Athugasemdir
banner
banner