Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. mars 2015 20:30
Alexander Freyr Tamimi
Segir Balotelli vera á vondum stað á ferlinum
Balotelli gæti þurft að bíða eftir kallinu frá Conte.
Balotelli gæti þurft að bíða eftir kallinu frá Conte.
Mynd: Getty Images
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, segir að samlandi sinn Mario Balotelli verði að stíga upp ef hann vill spila fyrir ítalska landsliðið undir stjórn Antonio Conte.

Balotelli hefur enn ekki spilað landsleik frá því að Conte tók við liðinu eftir HM 2014 í sumar. Hann var að vísu valinn í leikmannahópinn í nóvember síðastliðnum en þurfti að draga sig úr honum vegna meiðsla.

Miðað við spilamennsku framherjans hjá Liverpool er fátt sem bendir til þess að hann verði valinn í landsliðið í bráð, en Bonucci hefur þó trú á því að Balotelli gæti reynst liðinu mikilvægur.

,,Mario er ekki á góðum stað á ferlinum," sagði Bonucci við blaðamenn.

,,Hann var hins vegar mjög góður á EM 2012. Hann er velkominn aftur í liðið, en þá verður hann að vera hluti af hópnum. Allir leikmenn þurfa að leggja hart að sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner