fös 27. mars 2015 08:48
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Tíu magnaðar byggingar í Astana - Ekki eins og í Borat
Icelandair
Mynd: Getty Images
Astana var gerð að höfuðborg Kasakstan 1998. Þegar í stað var farið í það verkefni að eyða peningum í að gera eins glæsilega borg og hægt væri.

Það er hreinlega magnað að keyra í gegnum borgina og er þetta ansi ólíkt þeirri hugmynd sem margir hafa um Kasakstan eftir að hafa séð myndina um Borat!

Astana er svo sannarlega stútfull af bæði glæsilegum og óvenjulegum byggingum en skipulag borgarinnar var sett í hendurnar á japönskum arkitekt, Kisho Kurokawa, sem hefur fengið nóg í vasann enda nóg til í Kasakstan. Olía, gas og fleira sjá til þess!

Ísland mætir Kasakstan í Astana á morgun eins og allir vita en í tilefni leiksins skoðum við hér tíu glæsilegar byggingar borgarinnar og byrjum á Astana Arena, leikvanginum sem notaður er á morgun.
Athugasemdir
banner
banner