fös 27. mars 2015 21:46
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM - Úrslit: England með stórsigur
Kane skoraði í fyrsta landsleik.
Kane skoraði í fyrsta landsleik.
Mynd: Getty Images
Átta leikjum er lokið í undankeppni EM 2016, en leikið var í riðlum C, E og G. Einum leik er ólokið, en flauta þurfti viðureign Svartfjallalands og Rússlands af tímabundið.

England vann 4-0 stórsigur gegn Litháen en þar skoraði Harry Kane í sínum fyrsta landsleik. Þeir Wayne Rooney, Danny Welbeck og Raheem Sterling skoruðu hin mörkin.

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk Svíþjóðar í 2-0 útisigri gegn Moldavíu og þá tryggði Alvaro Morata liði Spánar sigur gegn Úkraínu.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin.

C riðill:

Makedónía 1 - 2 Hvíta Rússland
1-0 Aleksandar Trjakovski ('9)
1-1 Timofei Kalachev ('44)
1-2 Sergei Kornilenko ('82)

Slóvakía 3 - 0 Lúxemborg
1-0 Adam Nemec ('10)
2-0 Vladimir Weiss ('21)
3-0 Peter Pekarik ('40)

Spánn 1 - 0 Úkraína
1-0 Alvaro Morata ('28)

E riðill:

England 4 - 0 Litháen
1-0 Wayne Rooney ('7)
2-0 Danny Welbeck ('45)
3-0 Raheem Sterling ('58)
4-0 Harry Kane ('73)

Slóvenía 6 - 0 San Marínó
1-0 Josip Ilicic ('10)
2-0 Kevin Kampl ('49)
3-0 Andraz Sruna ('50)
4-0 Milivoje Novakovic ('52)
5-0 Dejan Lazarevic ('73)
6-0 Branko Ilic ('88)

Sviss 3 - 0 Eistland
1-0 Fabian Schaer ('17)
2-0 Granit Xhaka ('27)
3-0 Haris Seferovic ('80)

G riðill:

Liechtenstein 0 - 5 Austurríki
0-1 Martin Harnik ('14)
0-2 Marc Janko ('16)
0-3 David Alaba ('59)
0-4 Zlatko Junuzovic ('73)
0-5 Marko Arnautovic ('90)

Moldavía 0 - 2 Svíþjóð
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('46)
0-2 Zlatan Ibrahimovic ('83, víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner